Sýningu á hellamyndum að ljúka

03. september 2004

Nú fer hver að verða síðastur að skoða hellaljósmyndasýningu Árna B. Stefánssonar, sem staðið hefur yfir í Náttúrufræðistofu Kópavogs frá því í maí. Á sýningunni er einnig gerð grein fyrir hugmyndum um verndun og aðgengi Þríhnúkagígs, en sjá má líkan af þessum hugmyndum á sýningunni.

Sýningin hefur fengið miklar og góðar undirtektir og óhætt er að segja að hugmyndir um aðgengi að gíghvelfingu Þríhnúkagígs hafi vakið verðskuldaða athygli.