Flækingatíminn að hefjast???

20. september 2004

Undanfarin ár hefur borið nokkuð á flækingsfiðrildum sem hafa borist hingað með haustlægðunum. Nú er þessi flækingatími að fara í hönd og á föstudaginn kom gestur okkar með skrautyglu í krukku.

Síðastliðið haust bar talsvert á þessum erlendu haustgestum og má finna umfjöllun um þá undir liðnum "Fréttir" hér til hliðar. Þá eru hér dálitlar upplýsingar um algengustu flækingana.