Spænskir dagar og Náttúrufræðistofa Kópavogs

04. október 2004

Þegar við vorum að velta fyrir okkur tengingu Náttúrufræðistofu Kópavogs við hina Spænsku menningarhátíð sem nú fer fram, kom upp þessi spurning:
Hvaða náttúrufyrirbæri eiga Kópavogsbúar og Spánverjar helst sameiginleg???

Niðurstaða okkar var sú að farfuglar væru tengingin sem við leituðum að. Nokkrar tegundir "Íslenskra farfugla" hafa "vetursetu" á spáni og þótti okkur við hæfi að taka saman smá fróðleik um þá. Þessir fróðleiksmolar liggja frammi í anddyri náttúrufræðistofunnar og á Bókasafni Kópavogs.