Kosning þjóðarblómsins-síðustu forvöð

14. október 2004

Undanfarna daga hefur staðið yfir netkosning þar sem landsmönnum gefst færi á að velja sér þjóðarblóm. Kosningunni, sem fer fram á vef morgunblaðsins, líkur á morgun 15. október þannig að nú er ekki eftir neinu að bíða...

Ákveðið hefur verið að valið standi milli sjö eftirfarandi tegunda (í stafrófsröð): blágresi, blóðberg, geldingarhnappur, gleym-mér-ei, holtasóley, hrafnafífa og lambagras. Góðar upplýsingar um þessar tegundir er að finna á Flóru Íslands, bæði myndir og texta, ásamt útbreiðslukortum.

Allar helstu upplýsingar um kosningu þjóðarblómsins ásamt frábærum myndum Jóhanns Óla Hilmarssonar, er að finna á heimasíðu Landverndar.

Kosning þjóðarblómsins fer fram dagana 1. - 15. október n.k. og verða úrslit kynnt þann 22. október n.k. Smellið hér til að greiða atkvæði.