Holtasóley- þjóðarblómið

25. október 2004

mynd18.jpgÍ vali um þjóðarblóm varð holtasóley hlutskörpust en gleim-mér-ei kom fast á hæla hennar. Hér má finna frekari umfjöllun um valið á þjóðarblóminu.

HOLTASÓLEY- ÞJÓÐARBLÓM íSLENDINGA
Mynd: Hörður Kristinsson

thjoðarblom.jpg

Um þetta upplýsti Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra á þjóðarblómsfundi í Salnum í kópavogi þann 22. október s.l. Að því loknu afhenti hann forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni skjal þessu til staðfestingar.

Þjóðarblóm Íslands – verkefnið heldur áfram

Á næsta ári mun Náttúrufræðistofa Kópavogs ásamt Náttúrufræðistofnun Íslands standa fyrir sérstakri kynningu á þjóðarblómi Íslands. Sett verður upp sérsýning í anddyri Náttúrufræðistofunnar í Safnahúsinu hér við hliðina á Salnum. Á sýningunni verður fléttað saman í máli og myndum fróðleik um líffræði og útbreiðslu plantnanna og menningarsöguleg tengsl, t.d. um nytjar og hlutverk í ljóð- og málaralist landsmanna. Hönnun og útfærsla sýningarinnar er í smíðum en gert er ráð fyrir m.a. að hún verði þannig að aðvelt verði að flytja hana og setja upp hvar sem vill á landinu. 

thjoðarblom2.jpg