Kúluskítsbúrið komið í notkun

10. nóvember 2004

Kúluskítur (vatnaboltar) er með því sérstæðasta sem finnst í íslenskri náttúru. Nú gefst loks færi á að skoða hann við aðstæður þar sem kúlurnar njóta sín til fulls.

Fram til þessa hefur kúluskíturinn verið til sýnis í búri þar sem líkt er eftir tjarnarlífríki. Aðstæður þar líkjast nokkuð náttúrulegu umhverfi kúluskítsins en kúlurnar hafa þó ekki notið sín í því sem skildi. Þess vegna var farið út í að hanna búr með góðri lýsingu, þar sem hægt væri að skoða kúlurnar frá ýmsum hliðum. Búrið er staðsett við inngang náttúrufræðistofunnar.