Ráðstefna líffræðifélagsins framundan

12. nóvember 2004

Nú fer að líða að afmælisráðstefnu Líffræðifélags Íslands og Líffræðistofnunar Háskólans. Þar mun starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs halda þrjá fyrirlestra og kynna tvö veggspjöld, þannig að miðað við höfðatölu er þátttakan 100% :o)

Um er að ræða tveggja daga ráðstefnu sem haldin verður í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, Norræna húsinu og fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar. Dagskrá ráðstefnunnar ásamt titlum erinda og veggspjalda er að finna á heimasíðu Líffræðifélagsins