Nú fer að líða að afmælisráðstefnu Líffræðifélags Íslands og Líffræðistofnunar Háskólans. Þar mun starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs halda þrjá fyrirlestra og kynna tvö veggspjöld, þannig að miðað við höfðatölu er þátttakan 100% :o)
Um er að ræða tveggja daga ráðstefnu sem haldin verður í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, Norræna húsinu og fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar. Dagskrá ráðstefnunnar ásamt titlum erinda og veggspjalda er að finna á heimasíðu Líffræðifélagsins