Alþóðlegri loftslagsráðstefnu (ACIA) lokið

15. nóvember 2004

Daganna 9-12 nóvember var haldin í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna á vegum ACIA (Arctic Climate Impact Assessment). Þar var fjallað um umhverfis- og loftslagsbreytingar, með áherslu á norðurheimskautið og aðlæg svæði.

Á ráðsefnunni kom m.a. fram að hlýnun á heimskautasvæðum er hröð og miklar breitingar eru fyrirsjáanlegar á næstu áratugum ef svo heldur fram sem horfir. Hér má finna frekari umfjöllun um ráðstefnuna ásamt tenglum á efni hennar og helstu niðurstöður.