Afmælisráðstefnu Líffræðifélagsins lokið

22. nóvember 2004

Ráðstefnan stóð í tvo daga og tókst afar vel. Haldnir voru um 80 fyrirlestrar, auk 8 yfirlitserinda. Þessu til viðbótar voru rannsóknaverkefni kynnt á um 130 veggspjöldum.

Almenn ánægja var með framkvæmd ráðstefnunnar og greinilegt var að margir undruðust hve mikið er um að vera í líffræðirannsóknum hér á landi. Lokapúnktur ráðstefnunnar var heilmikið skrall á Hótel borg þar sem líffræðingar skemmtu sér af alkunnum krafti undir forystu þeirra Halldórs Þormar og Guðmundar Eggertssonar.

Frekari upplýsingar um efni ráðstefnunnar ásamt titlum erinda og veggspjalda er að finna á heimasíðu Líffræðifélagsins. Hér má svo finna veggspjöld og útdrætti erinda sem starfsfólk náttúrufræðistofunnar stóð að.