Kúluskítur og jólatré

02. desember 2004

Laugardaginn 4. desember næstkomandi verða ljós kveikt á vinarbæjarjólatrénu frá Nörrköping, hér á túninu við safnahúsið. EN FYRST mun umhverfisráðherra heimsækja náttúrufræðistofuna og vígja kúluskítsbúrið okkar formlega.

Dagskráin verður sem hér segir:

Kl. 15:30
Umhverfisráðherra, frú Sigríður Anna Þórðardóttir, heimsækir Náttúrufræðistofu Kópavogs og vígir nýtt kúluskítsbúr. Kúluskítur eru afar sjaldgæfir, stórir og grænir þörungaboltar sem aðeins eru þekktir í tveimur stöðuvötnum á jörðinni og er Mývatn annað þeirra.

Kl. 16:00
Skólahljómsveit Kópavogs flytur jólalög undir Stjórn Össurar Geirssonar.
Sendiherra Svíþjóðar, Bertel Jobeus flytur ávarp.
Forseti bæjarstjórnar Kópavogs, Gunnsteinn Sigurðsson flytur ávarp.
Skólakór Snælandsskóla syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur.
Birgitta Haukdal syngur barnalög og jólasveinar koma í heimsókn.