Umhverfrsráðherra vígir kúluskítsbúrið

06. desember 2004

Smellið á tengilinn að ofan til að skoða myndir frá vígslunni. Nokkra umfjöllun um kúluskít er að finna neðar á þessari síðu.

mynd24.jpgSendiráðanautur Japan á Íslandi var viðstaddur vígsluna, en eins og fram hefur komið, er kúluskítur einungis þekktur í Mývatni og Akanvatni í Japan. Japanir líta á kúluskít sem þjóðargersemi og nú virðast augu íslendinga vera að opnast fyrir því að hér sé um eitthvað alveg sérstakt að ræða.

 
mynd25.jpgAð vígslu lokinni þáðu gestir veitingar í sal safnahússins. Þar var jafnframt sýnt myndband sem japanski vísindamaðurinn Isamu Wakana tók af kúluskítsbreiðum á botni Mývatns árið 2000. Isamu hefur stundað rannsóknir á kúluskít í Japan um árabil og hefur komið hingað til lands nær árlega síðan 1999.

Eins og sjá má á þessari mynd vekja kúlurnar ætíð mikla athygli.mynd26.jpg