Fækkun í sjóbúrinu okkar

20. desember 2004

Nú um helgina drapst hrognkelsið sem við höfum haft í sjóbúrinu okkar. Það verður að segjast að búrið er all miklu tómlegra þegar þessa svipmikla fisks nýtur ekki lengur við

mynd28.jpgHrognkelsið, sem reyndist vera rauðmagi, var um 3 1/2 árs gamalt og hafði verið hjá okkur í um tvö ár. Það var búrafiskur allt sitt líf, en því og systkynum þess var klakið í tilraunaskini á Náttúrustofu Reykjaness í Sandgerði.