Langisjór og Skaftárveita: Ráðstefna 22. jan. nk.

20. janúar 2005

mynd30.jpgRáðstefna Landverndar um fyrirhugaða Skaftárveitu með miðlun í Langasjó, verður haldin í Norræna húsinu næstkomandi laugardag 22. janúar kl. 13.00-17.00. Á vef Landverndar má finna frekari upplýsingar um ráðstefnuinna.

Hér að neðan er kynningartexti af heimasíðu Landverndar:

mynd29.jpg"Að margra mati er Langisjór dýrmæt náttúruperla á hálendi Íslands sem býr yfir óvenjulegri landslagsfegurð. Skaftá, sem rann inn í Langasjó allt til ársins 1960, nærir lífmikil vötn, ár og votlendi Skaftárhrepps, en getur í hlaupum orðið skaðvaldur. Skaftá rennur um Skaftáreldahraun sem er stærsta hraun sem runnið hefur í einu gosi á sögulegum tíma á Jörðinni. Landsvirkjun hefur kynnt hugmyndir um að veita vatni úr Skaftá í Langasjó, breyta honum í uppistöðulón, og flytja vatn úr Skaftá yfir í Þjórsá. Þessi virkjunarhugmynd kallast Skaftárveita".

Náttúruperla eða miðlunarlón???

Myndirnar að ofan tók Ragnar Axelsson.

Hér að neðan er að finna erindi sem forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs hélt á ráðstefnunni.