Tiltekt á heimasíðu Náttúrufræðistofunnar

07. febrúar 2005

Þessa dagana er verið að yfirfara það efni sem finna má á vefsíðum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þetta á sérstaklega við liðinn "Rannsóknir". Tiltektin auðveldar vonandi upplýsingaöflun lesenda okkar hér eftir.

Eftir því sem efnið á vef okkar vex, eykst þörfin á að það sé bærilega skipulagt. Nú standa því yfir "skipulagsdagar" á heimasíðu Náttúrufræðistofunnar. Eitthvað er um að efni hafi færst til og er þeim sem sett hafa tengla á síður okkar, bent á að kanna hvort þeir virki sem skildi. Efni sem fellur undir liðinn "Rannsóknir" hefur verið flokkað upp á nýtt og vonumst við til að það auðvelti leit og aðgengi að upplýsingum.