Glitský á austurhimni

18. febrúar 2005

mynd34.jpgÍ morgun mátti sjá áberandi bjart ský á austurhimni hér á höfuðborgarsvæðinu. Um var að ræða glitský, en þau myndast í mikilli hæð og einkennast af birtu og litadýrð.

mynd35.jpgÁ heimasíðu Veðurstofunnar er að finna dálitla umfjöllun um þetta fallega fyrirbæri sem hér ber yfir Hamraborgina í Kópavogi.