Opnun glerlistasýningar í Safnahúsinu

04. apríl 2005

mynd36.jpgÍslenskt samtímagler - sýning á glerlistaverkum var opnuð í anddyri Bókasafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs, laugardaginn 2. apríl og stendur sýningin til 1. maí. Sýningin er hluti stórrar glerlistasýningar sem fram fer í Gerðarsafni, Salnum og Safnahúsinu.

mynd37.jpgEins og áður segir er sýningin er hluti stórrar glerlistasýningar sem fram fer í Gerðarsafni, Salnum og Safnahúsinu. Sýningin er í tengslum við alþjóðlegt glerlistaþing sem haldið er í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogsbæjar.

Í kynningartexta sýningarinnar segir m.a. "Um er að ræða sýningu sjö íslenskra listamanna sem eiga það sameiginlegt að vinna verk sín að öllu eða miklu leyti úr gleri. Listamennirnir eru: Brynhildur Þorgeirsdóttir, Jón Jóhannsson, Jónas Bragi Jónasson, Pia Rakel Sverrisdóttir, Rakel Steinarsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir og Sigrún Ó. Einarsdóttir".

mynd38.jpgMeginhluti verkanna er í þeim hluta hússins sem tilheyrir Náttúrufræðistofunni og er óhætt að segja að þau njóti sín vel, enda birta og rými með ágætum. Auk glugga veggja og gólfrýmis nýta listamennirnir fiskabúr stofunnar til sýningarhalds og þannig myndast afar skemmtileg tenging við þá starfsemi sem alla jafna fer fram í húsinu.