kynning á Hvar.is fyrir starfsfólk Safnahússins

08. apríl 2005

Sveinn Ólafsson umsjónarmaður landsaðgangs að gagna- og greinasöfnum, fyrirbæri sem er betur þekkt sem "Hvar.is" hélt á föstudagsmorguninn erindi fyrir starfsfólk Safnahússins, þar sem Hvar.is var kynnt.

Í erindinu skýrði hann frá sögu verkefnisins, tilgangi og stöðu þess í dag. Þá tók hann allmörg dæmi um notkun Hvar.is og sýndi nokkra af þeim möguleikum sem landsaðgangurinn veitir.

Við viljum hvetja fólk til að kynna sér möguleika Hvar.is því þar er hægt að leita sér upplýsinga um allt milli himins og jarðar (að hvorutveggja meðtöldu).