Lokað á sumardaginn fyrsta og 1. maí

20. apríl 2005

Náttúrufræðistofan og Bókasafnið (Safnahúsið) verða lokuð fimmtudagnn 21. apríl, sumardaginn fyrsta. Starfsfólk Safnahússins óskar ykkur öllum gleðilegs og sólríks sumars. Safnahúsið verður einnig lokað þann 1. maí.

Og úr því að við erum að tala um lokanir, þá verður Safnahúsið lokað í sumar sem hér segir: Sunnudaginn 1. maí (verkalýðsdaginn), fimmtudaginn 5. maí (uppstigningadag), 15.-16. maí (hvítasunnuhelgin) og svo á 17. júní (þjóðhátíðardaginn). Síðan verður opið alla daga samkæmt venju, fram að verslunarmannahelgi.