Eins og fram hefur komið hefur Náttúrufræðistofan nýlega fest kaup á smásjá með ljósmyndunarbúnaði. Nú hefur með hjálp þessa búnaðar greinst ný ættkvísl burstaorma (Aeolosoma) í sýnum úr Vatnaverkefninu.
Þessi ormur er nú svo sem ekki mikið fyrir augað, 2-3 mm að lengd og nánast glær. Hér að neðan gefur að líta myndir af honum ásamt smávaxinni kviðburstungategund (Chaetogaster sp.). Takið eftir mismunandi burstagerðum þessara orma.

Höfuð og fremstu burstapör. Takið eftir fjölda skynhára á framenda. Kúlurnar innan í dýrinu eru fitudropar.

Burstarnir eru paraðir, tveir baklægt og tveir kviðlægt á hverjum lið.

Greina má kísilþörunga í meltingarvegi dýrsins.

Krókburstar kviðburstungsins. Hann hefur aðeins kviðlæga bursta.

Krókburstar kviðburstungsins að ofan, stækkaðir enn frekar.