Skráning á sumarnámskeið stendur yfir til 3. júní

26. maí 2005

Í júní verður boðið upp á tvö vikunámskeið í náttúrufræðum fyrir krakka sem fædd eru á árunum 1992– 1994.

mynd4.jpgMarkmið námskeiðsins er að efla þekkingu í náttúrufræðum og veita þátttakendum innsýn í vísindaleg vinnubrögð. Farið verður í vettvangsferðir og m.a. rannsakað vatna- og fjörulífríki í Kópavogi og nágrenni. Á rannsóknastofu verða sýni mæld og skoðuð í smásjá og haldnar vinnubækur.

1. Námskeið: 6. – 10. júní.
2. Námskeið: 20. – 24. júní.

Námskeiðið stendur yfir milli kl. 10 – 15 hvern dag og mæta þátttakendur með nesti, stígvél og hlífðarföt. Leiðbeinendur verða starfsmenn á Náttúrufræðistofunni.

Innritun fer fram á Náttúrufræðistofu Kópavogs dagana 17. maí – 3. júní milli kl. 10 og 16. Námskeiðsgjald er 7.000 kr. og greiðist við innritun.

Athugið! Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 12 krakka á hvoru námskeiði. Þeir ganga fyrir sem fyrstir skrá sig og greiða þátttökugjald.