Rannsóknir á Urriðavatni og Rauðavatni

06. júní 2005

Náttúrufræðistofan hefur tekið að sér að gera könnun á lífríki og eðlisþáttum í þessum tveimur vötnum á höfuðborgarsvæðinu. Ráðist er í þessi verkefni nú vegna framtíðarskipulags byggðar og útivistasvæða í Garðabæ og Reykjavík.

Fyrirhugaðar rannsóknir munu fyrst og fremst beinast að fiski og smádýrum í svifi og á botni ásamt þörunga- og vatnagróðri. Þær munu einnig ná eðlisþátta eins og vatnshita, sýrustigs (pH) og leiðni o.fl. Þá er fyrirhugað að kanna þykkt botnsets og kortleggja vatnagróður.