Hinu árlega sumarnámskeiði Náttúrufræðistofunnar er nú lokið. Námskeið þessi, sem standa yfir í eina viku, eru ætluð 10-12 ára krökkum og hafa verið haldin um alllangt skeið. Leiðbeinendur eru starfsfólk Náttúrufræðistofunnar.
Að þessu sinni var aðeins haldið eitt námskeið í stað tveggja eins og hefur verið reglan fram til þessa. Námskeiðið tókst mjög vel og var á nokkrum þátttakenda að heyra að þeir ætluðu sér að mæta aftur að ári.
Hér að neðan er sýnishorn þeirra mynda sem teknar voru á námskeiðinu

Hvað er nú þetta???

Sílamáfshreiður

Fiskur krufinn. Áhuginn leynir sér ekki...