Fáliðað á Náttúrufræðistofunni

13. júlí 2005

Á þessum árstíma fara saman sumarfrí starfsmanna og útivinna við söfnun sýna. Þetta veldur því að suma daga getur verið fáliðað á stofunni og því getur t.d. gengið illa að ná í okkur í síma. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem af þessu kunna að skapast.

Sumarið er mikill annatími fyrir þá sem stunda náttúrufarsrannsóknir. Á u.þ.b. Þremur mánuðum gengur sumarið yfir og því er mikilvægt að nýta tíman vel. Um þessar mundir er Náttúrufræðistofan með puttana í nokkrum mismunandi verkefnum sem öll krefjast verulegrar sýnatöku að sumri til. Um þessi verkefni má fræðast í liðnum yfirstandandi rannsóknir hér til hliðar.

Í þeim tilvikum sem illa gengur að ná sambandi við starfsfólk Náttúrufræðistofunnar, viljum við benda á netfang okkar natkop@natkop.is og einnig þann möguleika að senda fyrirspurn. Slíkum erindum verður svarað svo fljótt sem kostur er.

Að lokum er rétt að taka fram að þessar annir hafa engin áhrif á opnunatíma safnsins. Við munum einnig gera okkar besta til að tryggja að starfsmaður, sem leyst getur úr erindum og svarað spurningum gesta, sé ævinlega tiltækur.