DAGUR HINNA VILLTU BLÓMA: Samnorrænn blómadagur

06. ágúst 2005

mynd48.jpgDagur hinna villtu blóma verður haldinn sunnudaginn 19. júní nk. Þá gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í gönguferð um nágrenni sitt og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa, án endurgjalds.

De vilde blomsters dag • De vilda blommornas dag • Luonnonkukkien päivä • Dagur hinna villtu blóma • Nunani avannarlerni nunap naasuisa ulluat • Nordurlendskur dagur fyri villar blumur

Dagur hinna villtu blóma verður haldinn á Íslandi og hinum Norðurlöndunum sunnudaginn 19. júní nk. Þá gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð milli kl. 13 og 15 um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Fyrirhugaðar eru plöntuskoðunarferðir á 18 stöðum á landinu og má lesa nánar um staðina á verfslóðinni http://www.floraislands.is/blomadagur.htm.

Á höfuðborgarsvæðinu gefst fólki tækifæri á skoðun og fræðslu á þremur stöðum, en þar á meðal er Borgarholt í Kópavogi;

1. Kópavogur, Borgarholt. Mæting við Kópavogskirkju kl. 13:00. Leiðsögn: Kristbjörn Egilsson og Guðmundur Guðjónsson, líffræðingar á Náttúrufræðistofnun Íslands. Af þessu tilefni er full ástæða til að benda á skýrslu um gróðurfar í Borgarholti, sem unnin var á vegum Náttúrufræðistofnunnar fyrir Náttúrufræðistofu Kópavogs. Skýrslan er aðgengileg hér á heimasíðu okkar og hvetjum við alla þá sem áhuga hafa á íslenskri flóru að kynna sér hana.

2. Reykjavík, Laugarás. Mæting við Áskirkju kl. 13:00. Leiðsögn: Eva G. Þorvaldsdóttir forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur.

3. Reykjavík, Grasagarðurinn í Laugardal. Mæting í Laugardal kl. 15:00. Flóra Íslands í Grasagarðinum, íslenskt jurtate í boði. Leiðsögn: Eva G. Þorvaldsdóttir forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur.

Á Íslandi standa Flóruvinir að skipulagningunni auk nokkurra stofnana á hverjum stað fyrir sig. Á höfuðborgarsvæðinu koma að máli Grasagarðurinn í Laugardal, Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrufræðistofa Kópavog