Sýnatöku fyrir Euro-limpacs lokið í ár

08. ágúst 2005

Nú er liðinn nærri mánuður frá því síðast var sett efni inn á þessa síðu og er það sennilega met!!! Ástæðan fyrir þessu er sú að miklar annir hafa verið við sýnatöku, nú síðast í Evrópuverkefni (Euro-limpacs) sem Náttúrufræðistofan er aðili að.

mynd52.jpgEuro-limpacs er stórt rannsóknaverkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu. Hér má fræðast frekar um þetta verkefni.

Sýnataka fór að þessu sinni fram í fjórum vötnum á suðurlandi: Laugarvatni, Apavatni, Djúpavatni á Reykjanesi og Kleifarvatni. Þessi vötn voru valin til að kanna hvort og þá hvernig jarðhiti hefði áhrif á lífríki og efnasamsetningu vatna.

Í Kleifarvatni og Laugarvatni eru jarðhitaáhrif til staðar, en ekki í hinum, sem þannig virka sem viðmiðunar (control) vötn. Þá voru teknir kjarnar úr botnseti, en með því að kanna slíka kjarna má fá upplýsingar um aðstæður í vötnunum margar aldir aftur í tímann.

Sýnatakan tók 11 daga og unnu átta til ellefu manns að henni á hverjum tíma. Þar af voru fjórir starfsmenn Náttúrufræðistofunnar, einn frá Veiðimálastofnun, tveir bretar og fjórir danir.

Myndin er tekin um kl 10 að kvöldi. Verið er að vinna vatnssýni úr Apavatni.