Fjöldi safngesta kominn yfir 7000 á árinu

26. september 2005

Aðsókn gesta að Náttúrufræðistofunni hefur verið með ágætum það sem af er ári. Alls eru skráðar heimsóknir orðnar um 5200, en inni í þeirri tölu eru aðeins þeir sem panta leiðsögn s.s. skólahópar, ásamt gestum sem sækja safnið heim milli kl 17-20.

Alls eru skráðar heimsóknir orðnar um 5200. Inni í þeirri tölu eru aðeins þeir sem panta tíma eða leiðsögn s.s. Skólahópar, auk gesta sem sækja safnið heim milli kl. 17-20, en þá er sérstök safnavakt eftir að hefðbundnum vinnudegi líkur. Þar sem ekki er selt inn á safnið hefur fjöldi gesta á öðrum tímum (frá kl. 10-17) verið metinn og áætlaður með öðrum aðferðum.

Samkvæmt reynslu undanfarinna ára eru skráðar heimsóknir um 2/3 af heildarfjöldanum og því liggur nærri að um 7800 manns hafi heimsótt safnið undanfarna níu mánuði. Þess má geta að heildarfjöldi gesta síðastliðið ár var um 8600. Það stefnir því í að sett verði nýtt aðsóknarmet, fjórða árið í röð :o)