Páfiðrildi í Kópavogi

21. október 2005

Á dögunum rakst bæjarbókavörður Kópavogs á stórt og skrautlegt fiðrildi í nágrenni safnahússins. Um var að ræða páfiðrildi (Inachis io) sem mun hafa borist til landsins með austlægum vindum.

Páfiðrildi eru sérlega falleg og vekja ævinlega mikla athygli þegar þau finnast hér í landi sauðalitanna. Á þessari síðu má finna nokkrar upplýsingar um þessa skrautlegu gesti.