Kópavogur framtíðarinnar - íbúaþing

09. nóvember 2005

Laugardaginn 19. nóvember n.k. verður haldið íbúaþing í Lindaskóla frá kl. 10.00 -16.00. Til umræðu eru allt það sem varðar málefni bæjarins og verður efniviður frá þinginu m.a. nýttur við endurskoðun aðalskipulags og Staðardagskrár 21. Hægt er að sitja allt þingið eða taka þátt í starfi eins eða fleiri vinnuhópa eftir því sem aðstæður leyfa.

Kópavogur framtíðarinnar - íbúaþing í Kópavogi 19. nóvember

Laugardaginn 19. nóvember n.k. verður haldið íbúaþing í Lindaskóla frá kl. 10.00 -16.00. Til umræðu eru allt það sem varðar málefni bæjarins og verður efniviður frá þinginu m.a. nýttur við endurskoðun aðalskipulags og Staðardagskrár 21. Hægt er að sitja allt þingið eða taka þátt í starfi eins eða fleiri vinnuhópa eftir því sem aðstæður leyfa. Dagskrá þingins fylgir hér með.

Öðruvísi fundur
Á íbúaþinginu verður notuð aðferð sem kallast samráðsskipulag og miðar að því að kalla eftir hugmyndum þátttakenda með mjög aðgengilegum hætti. Allir þátttakendur eiga jafna möguleika á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Það er samdóma álit þeirra sem tekið hafa þátt í íbúaþingum að það er bæði gagnlegt og skemmtilegt og ólíkt öllum venjulegum borgarafundum. Það er ráðgjafafyrirtækið Alta sem stýrir vinnuhópum á þinginu.

Kynning á helstu skilaboðum íbúa
Alta mun vinna hratt úr þeim efnivið sem verður til á íbúaþinginu og þriðjudaginn 22. nóvember kl. 20.00 í Lindaskóla verður haldinn opinn fundur, þar sem helstu skilaboð þingsins verða kynnt í máli og myndum. Þar gefst einstakt tækifæri fyrir þátttakendur að sjá hvernig hugmyndir þeirra hafa skilað sér í úrvinnslu sérfræðinga.

Við hvetjum alla starfsmenn til að koma.

Nánari upplýsingar veita:
Kópavogur: Margrét Björnsdóttir, s. 698 3579, www.kopavogur.is
Alta: Jóna Bjarnadóttir, s. 533 1676, www.ibuathing.is

Fyrir hönd stýrihóps um íbúaþing:
Birgir H. Sigurðsson, skipulagsstjóri
Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar
Margrét Björnsdóttir, formaður umhverfisráðs.