Jólakötturinn í safnahúsinu

10. nóvember 2005

jolakottur.gifKrökkum á leikskólaaldri er boðið á jólaævintýri í Safnahúsinu, Hamraborg 6a, dagana 5.-9. desember og 12.-16. desember 2005. Boðið er upp á tvo ævintýratíma, kl. 10:00 og 11:00. Heimsóknin varir alls í um 45 mínútur. Vinsamlega pantið tíma (annað hvort kl. 10 eða 11) í síma 5700450.

JÓLAKÖTTURINN - ÆVINTÝRI FYRIR LEIKSKÓLAKRAKKA Í SAFNAHÚSINU

Krökkum á leikskólaaldri er boðið á jólaævintýri í Safnahúsinu, Hamraborg 6a, dagana 5.-9. desember og 12.-16. desember 2005.

Starfsfólk Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs leiðir krakkana í allan sannleik um jólaköttinn. Ævintýrið er í máli og myndum, börnin horfa á myndasýningu og fræðast um náttúru jólakattarins, slóð jólakattarins er rakin um Safnahúsið og lesin er upp skemmtileg jólasaga.

Boðið er upp á tvo ævintýratíma, kl. 10:00 og 11:00.

Heimsóknin varir alls í um 45 mínútur.

Vinsamlega pantið tíma (annað hvort kl. 10 eða 11) í síma 5700450.

Með jólakveðjum,

Starfsfólk Bókasafns og Náttúrufræðistofu.