Grýlukerti í kuldatíð

23. janúar 2006

Ísinn getur tekið á sig margar myndir. Á dögunum komu tvær ungar blómarósir með grýlukerti sem hafði vakið athygli þeirra þar sem það hékk neðan úr þakskeggi. Nokkuð vantaði á grýlukertið en samt sem áður mældist það 1,5 m að lengd. Smellið á tengilinn að ofan til að sjá mynd.

mynd64.jpgÞegar maður sér grýlukerti af þessari stærð, hvarflar sú hugsun að manni að ef til vill sé ráðlegt að horfa aðeins upp fyrir sig þegar maður er að ganga fram hjá húsum...