Ný skýrsla um lífríkisrannsóknir í Urriðavatni

02. febrúar 2006

Á dögunum kom út skýrsla með niðurstöðum lífríkisrannsóknar sem gerð var í Urriðavatni í Garðabæ s.l. sumar. Náttúrufræðistofa Kópavogs vann rannsóknina að beiðni Alta ehf. í tengslum við yfirstandandandi skipulagsvinnu í landi Urriðaholts.

Um var að ræða forkönnun á lífríki og vistkerfi Urriðavatns, sem unnin er að beiðni Alta ehf. í tengslum við yfirstandandandi skipulagsvinnu í landi Urriðaholts í Garðabæ. Í skipulagsvinnunni er sérstök áhersla lögð á verndun Urriðavatns sem náttúrugersemi í byggð. Jafnramt er lögð áhersla á að vatnið verði miðpunktur í aðlaðandi og aðgengilegu útivistarlandi.

Markmiðið með forkönnuninni er að afla upplýsinga um grundvallarþætti í vatnavistkerfinu til að draga upp heildstæða mynd af gerð og eðli vatnavistkerfisins bæði í tíma og rúmi. Um er að ræða eins konar ástandslýsingu á vistkerfinu í heild.

Með forkönnuninni er jafnframt aflað mikilvægra upplýsinga um grunnástand vatnsins sem nýtist sem viðmið í framtíðarvöktun þess. Ef ekki er aflað gagna áður en verður af framkvæmdum verður nær ógerningur að henda reiður á orsökum breytinga sem kunna að verða á vatninu í kjölfar framkvæmda.

mynd57.jpgVatnið er grunnt og mældist mesta dýpi aðeins um 90 cm. Vatnið er mjög lífríkt og sýnir ekki neins konar merki mengunarálags. Það hefur nokkra sérstöðu að því leiti að strand- og botnsvæði með grjótundirlagi eru afar rýr og hið litla dýpi gerir það að verkum að svifvist er ekki til staðar. Vatnsborð helst nokkuð stöðugt yfir sumartímann, enda er innstreymi til þess úr lindum og af votlendinu sunnan vatnsins. Vatnsbotninn er víðast vel gróinn en þó með áberandi gróðurlausum svæðum í SA hluta vatnsins. Þykkt botnsetsins fer yfir 6 metra og í setinu má finna greinileg öskulög sem hægt er að aldursgreina.

GRUNNRANNSÓKN Á LÍFRÍKI URRIÐAVATNS. Unnið fyrir Garðabæ og Þekkingarhúsið ehf. Janúar 2006. 44 bls. (1,7 mb)