Eðlisþættir í vötnum á höfuðborgarsvæðinu

15. febrúar 2006

Náttúrufræðistofan hefur nú um tveggja ára skeið gert reglulegar mælingar á sýrustigi (pH), leiðni og hita í nokkrum vötnum á höfuðborgarsvæðinu. Vötnin eru Rauðavatn, Elliðavatn, Urriðavatn og Hafravatn,

Undanfarið hefur staðið yfir vöktun á eðlisþáttum í nokkrum stöðuvötnum á höfuðborgarsvæðinu. Fylgst er með vatnshita, sýrustigi (pH) og leiðni. Mælingar eru að jafnaði gerðar mánaðarlega yfir veturinn en á tíu daga fresti að sumarlagi. Þó geta vetrarmælingar gengið nokkuð úr skorðum ef veður og ísalög eru óhagstæð. Mælt er á tveimur til fimm stöðum í hverju vatni og fer fjöldi mælistaða eftir stærð vatnanna, en einnig eftir aðgengi að þeim