22 mars 2006 – Alþjóðadagur vatnsins

22. mars 2006

Í dag 22. mars 2006 er Alþjóðadagur vatnsins sem Sameinuðu þjóðirnar hafa staðið fyrir ár hvert síðan 1993. Í ár er þema dagsins Vatn og menning og er hægt að fræðast um efnið á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna.

Í dag 22. mars 2006 er Alþjóðadagur vatnsins sem Sameinuðu þjóðirnar hafa staðið fyrir ár hvert síðan 1993. Í ár er þema dagsins Vatn og menning og er hægt að fræðast um efnið á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna hér.

Rannsóknastarf Náttúrufræðistofu Kóapvogs snýst að verulegu leyti um rannsóknir á vistfræði vatns og því er við hæfi að vekja sérstaka athygli á vatnadeginum. Á heimasíðu Náttúrufræðistofunnar er að finna margvíslegt efni um vatnaauðlindina á Íslandi, jafnt fróðleik um lífríki, vatnafræði og efna- og eðlisþætti.

Sitthvað um vatnið í náttúru landsins og náttúruna í íslenskum vötnum má kynna sér hér í fræðsluerindi sem dr. Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs heldur í dag á vegum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Erindið (sjá PDF skjal hér að neðan) var áður haldið á ráðstefnu um Vatn fyrir alla. sem fram fór í október 2005 á vegum BSRB og ýmissra frjálsra félagasamtaka.