Fuglar á Kópavogsdögum

25. apríl 2006

Eins og vanalega á Kópavogsdögum verður dagskrá handa leikskólakrökkum í Safnahúsinu, Hamraborg 6a. Dagana 8.–19. maí milli kl 10-11 verður boðið upp á fræðsluerindi um fugla í Kórnum á 1. hæð og síðan sögu í Barnadeildinni.

Ævintýraferð leikskólabarna í Safnahúsið.

Dagana 8. – 19. maí milli kl 10 og 11 býður starfsfólk Safnahúss leikskólabörnum í heimsókn í Safnahúsið. Nú eru það fuglar og fleiri fljúgandi fyrirbæri. Börnin fá fræðsluerindi um fugla í Kórnum á 1. hæð og síðan sögu í Barnadeildinni. Panta þarf tíma í síma 570-0450. Í framhaldinu verður svo sameiginlegur FLUGDREKADAGUR þriðjudaginn 23. maí. Þá geta allir leikskólarnir komið með flugdrekann sinn á túnið við Safnahúsið. Starfsfólk Safnahúss verður líka með sinn dreka og svo látum við þá alla fljúga saman! Þá verður gaman!