Föstudagur 5. maí. Kl. 16-18. FUGLINN Í FJÖRUNNI

26. apríl 2006

Fuglaskoðun á Kópavogsleiru. Sérfræðingar frá Náttúrufræðistofu verða til taks með sterka sjónauka en gott er að fólk taki einnig með sína eign sjónauka. Mæting fyrir neðan Þinghól kl. 16:00. Smástreymt er og háfjara kl. 18:39

Eins og áður segir er gott að fólk komi með eigin sjónauka en einnig er sjálfsagt að taka með sér fuglabækur og annað þess háttar. Búið er að panta hægviðri og ekki of mikla sól, en samt er ráðlegt að vera hlýlega klæddur :o)