MAÐURINN Í NÁTTÚRUNNI – NÁTTÚRAN Í MANNINUM

26. apríl 2006

Þann 6. maí næstkomandi kl. 15 hefst glæsileg yfirlitssýning á verkum Guðmundar frá Miðdal. Sýningin verður í sýningarsölum Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs og stendur til 2. júlí.

mynd65.jpgÞann 6. maí næstkomandi hefst glæsileg yfirlitssýning á verkum Guðmundar frá Miðdal. Sýningin verður í sýningarsölum Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs og stendur til 2. júlí.

Guðmundur var mikill ferðagarpur og náttúruunnandi og íslensk náttúra var honum mjög hugleikin í listsköpuninni. Hann málaði einkum landslag, aðallega fjöll og firnindi, en einnig myndir af eldgosum og dýrum. Þá kannast líklega margir við dýrastytturnar hans Guðmundar, t.d. af hrafninum og rjúpunni, en fjöldi tegunda af dýrastyttum skiptir tugum.

Guðmundur var bæði afkastamikill og fjölhæfur í efnisnotkun og vann mikið með olíu, vatnsliti, grafík og leir. Hann smíðaði einnig fíngerða skartgripi, vann í tré, gler og gifs og mótaði stórgerðar styttur og lágmyndir.

Engin heildstæð skrá er til um verk Guðmundar og ekki er vitað hvar mörg þeirra eru niðurkomin. Aðstandendur sýningarinnar hafa því mikinn áhuga á að frétta af verkum eftir Guðmund, einkum olíu- og vatnslitamyndir. Fólk er vinsamlega beðið um að hafa samband við Gerðarsafn í síma 5700440 eða Náttúrufræðistofuna í síma 5700435.

Með sýningunni verður í fyrsta sinn veitt heildstætt yfirlit fjölbreyttan listaferil Guðmundar þar sem tekin eru fyrir í einu verk sem hann hefur unnið í hin ólíku efni, þ.e. í olíu, vatnsliti, grafík, leir o.fl. Markmiðið með sýningunni er öðrum þræði að vekja athygli fólks á tengslum milli listar og náttúru.

Þetta er í annað sinn sem Náttúrufræðistofan og Gerðarsafn vinna saman að verkefni á þessu sviði. Fyrra verkefnið var sýningin „Íslensk samtímalist“ sem haldin var vorið 2005 í Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofunni í tengslum við alþjóðlegt glerlistaþing á vegum Gerðarsafns. Þá sýndu sjö íslenskir glerlistamenn verk sín hér í Safnahúsinu, en í Gerðarsafni voru til sýnis glerverk eftir Caroline Swash og Gerði Helgadóttur og í forrými Salarins héngu uppi verk eftir Leif Breiðfjörð.