Kópavogsdagar 2006 - dagskrá Náttúrufræðistofunnar

27. apríl 2006

Kópavogsdagar verða haldnir í þriðja sinn dagana 4.-11. maí nk. Að vanda tekur Náttúrufræðistofa Kópavogs virkan þátt í hátíðinni eins og dagskráin ber með sér. Sérstaklega verður gerð grein fyrir einstökum liðum Náttúrustofunnar ef smellt er á fyrirsögnina hé að ofan.

Kópavogsbær heldur nú Kópavogsdaga í þriðja sinn dagana 4.-11. maí næstkomandi. Það er Lista- og menningarráð Kópavogs sem stendur fyrir þessum menningardögum í samvinnu við nefndir, stofnanir, félagasamtök og einstaklinga í bænum og í umboði bæjarstjórnar Kópavogs.

Eins og fyrri ár tekur Náttúrufræðistofan virkan þátt í menningarhátíðinni eins og sjá má á dagskránni hér að neðan.Föstudagur 5. maí. Kl. 16-18.
FUGLINN Í FJÖRUNNI
Fuglaskoðun á Kópavogsleiru. Sérfræðingar frá Náttúrufræðistofu verða til taks með sterka sjónauka. Mæting fyrir neðan Þinghól kl. 16:00. Smástreymt er og háfjara kl. 18:39.

Laugardagur 6. maí. Kl. 15.
MAÐURINN Í NÁTTÚRUNNI – NÁTTÚRAN Í MANNINUM
Opnun yfirlitssýningar á verkum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sýningin er tvískipt. Í anddyri Náttúrufræðistofunnar og á jarðfræðiganginum gefur að líta fjölbreytt úrval af dýrastyttum Guðmundar, en öðrum verkum, þ.m.t. olíu- og vatnslitaverkum, grafík og leirmunum öðrum en dýrakyns er komið fyrir í sýningarsölum Gerðarsafns. Meginmarkmið sýningarinnar er að vekja athygli og áhuga fólks á tengslum náttúru og listar.

Sýningin verður opin til 2. júlí.

Sunnudagur 7. maí. Kl. 13-15.
MAÐURINN Í NÁTTÚRUNNI – NÁTTÚRAN Í MANNINUM
Málþing í Salnum á vegum Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Guðmundar frá Miðdal.

Dagskrá:
13:00 Setning og tónlistaratriði.
13:10 Guðmundur frá Miðdal – maður eigi einhamur.
Sýnd kvikmynd Valdimars Leifssonar og Bryndísar Kristjánsdóttur.
13:50 Hlé og veitingar.
14 :10 Um sýndina. Framsöguerindi.
Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands.
14 :30 Umræður.
Pallborðsumræður með þátttöku Guðmundar Odds Magnússonar, Eiríks Þorlákssonar listfræðings, Ara Trausta Guðmundssonar og fleiri.
15 :00 Lok málþings.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.


Mánudagur 8. maí. Kl. 10.
FUGLAR OG ÖNNUR FLJÚGANDI FYRIRBÆRI
Ævintýri fyrir börn á leikskólaaldri í Kórnum og barnadeild Bókasafns. Fjörugt fræðsluerindi í máli og myndum í umsjá starfsfólks Bókasafns og Náttúrufræðistofu. Í boði vikuna 8.-12. maí og 15.-19. maí. Panta þarf tíma í síma 570 0450.

Laugardagur 13. maí. Kl. 13-17.
ÞRÍHNÚKAGÍGUR Í KÓPAVOGI
Gönguferð á Bláfjallasvæðinu í fylgd Helga Torfasonar jarðfræðings á Náttúrufræðistofnun Íslands. Lagt af stað frá Náttúrufræðistofunni kl. 13 og gengið upp í Grindaskörð. Gera má ráð fyrir fjögurra klst. ferðalagi.

Þriðjudagur 23. maí. Kl. 10-12.
DREKARNIR FLJÚGA
Í tengslum við ævintýrið Fuglar og önnur fljúgandi fyrirbæri efna ungir flugmenn frá leikskólum til flugdrekadags á Borgarholti við Safnahúsið þriðjudaginn 23. maí kl. 10-12. Leikskólabörn mæta með eigin flugdreka og draga þá á loft með aðstoð starfsfólks Náttúrufræðistofu Kópavogs og Bókasafns Kópavogs. Nánari upplýsingar veitir Inga Kristjánsdóttir hjá Bókasafni Kópavogs í síma 570 0450.