Ritstjórn flyst til Náttúrufræðistofu

11. maí 2006

Nú nýverið varð sú breyting á högum Náttúrufræðingsins, sem er tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags, að ritstjórn hans fluttist að hluta undir þak Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Sem stendur eru ritstjórar tveir, þær Álfheiður Ingadóttir, fráfarandi ritstjóri og Hrefna Berglind Ingólfsdóttir, sem mun á næstunni taka að fullu við ritstjórninni. Bjóðum við Hrefnu velkomna til starfa og þökkum Álfheiði jafnframt gott starf á undanförnum árum.