Síðara sumarnámskeiðið fellur niður

06. júní 2006

Vegna dræmrar þátttöku fellur niður síðara sumarnámskeið Náttúrufræðistofu Kópavogs í náttúrufræðum fyrir 10-12 ára krakka. Enn er laust á fyrra námskeiðið sem haldið verður 12. - 16. júní.

Markmið sumarnámskeiðsins er að efla þekkingu í náttúrufræðum og veita þátttakendum innsýn í vísindaleg vinnubrögð. Farið verður í vettvangsferðir og m.a. rannsakað vatna- og fjörulífríki í Kópavogi og nágrenni. Á rannsóknastofu verða sýni mæld og skoðuð í smásjá og haldnar vinnubækur.

Námskeiðið stendur yfir milli kl. 10 – 15 hvern dag og mæta þátttakendur með nesti, stígvél og hlífðarföt. Nauðsynlegt er að þátttakendur séu klæddir eftir veðri. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða starfsmenn Náttúrufræðistofunnar.