Pardussnigill (grásnigill) fundinn í Hafnarfirði

27. júlí 2006

mynd72.jpgÁ dögunum gekk athugull Hafnfirðingur fram á framandlegan snigil, mun stærri og skrautlegri en við eigum að venjast. Þetta reyndist vera Limax maximus en vegna litar og lífshátta má nefna hann pardussnigil á íslensku. Hann heitir og á enska tungu leopard slug.

mynd71.jpgSnigillinn sem hér um ræðir er um 13 cm langur en þeir geta orðið allt að 20 cm og allt að þriggja ára gamlir. Þeir eru alætur, éta gróður, sveppi, dýrahræ og aðra snigla sem þeir "hlaupa" uppi.

Sniglar af þessari tegund hafa fundist áður hér á landi og er lýst í 68. árgangi Náttúrufræðingingsins (hefti 3-4), þar sem lagt er til nafnið grásnigill. Það er hins vegar að okkar mati ekki nógu vel lýsandi fyrir dýrið eins og sjá má af myndunum, auk þess að pardusnafnið vísar til rándýrseðlis tegundarinnar.

mynd73.jpgÁ vefnum má finna fjöldan allan af myndum og upplýsingum um snigil þennan. Einfaldast er að slá latneska heiti hans inn í leitarvél og skilar það töluverðum fjölda síðna.

Líklegast er um flæking að ræða sem borist hefur til landsins með innfluttum gróðri. Ekki er vitað hvort snigillinn geti lifað af hér á landi