Breytingar á starfsliði Náttúrufræðistofu Kópavogs

12. september 2006

Nú nýlega bættust við tveir starfsmenn. Þetta eru þau Stefán Már Stefánsson og Rakel Júlía Sigursteinsdóttir. Bjóðum við þau velkomin í hópinn.

Stefán mun fyrst um sinn, auk almennra náttúrustofuverka, einbeita sér að greiningu og úrvinnslu gagna sem aflað hefur verið í tengslum við Mýraeldaverkefnið.

Rakel mun á hinn bóginn leggja aðal áherslu á rannsóknarverkefni sitt til M.S. Gráðu sem beinist að svipfarsrannsóknum á hornsílum. Reynt verður að greina þá umhverfisþætti sem mest áhrif hafa á þróun svipfars hjá sílunum. Verkefni hennar sækir m.a. Efnivið í Vatnaverkefnið margumtalaða.