Metaðsókn!

13. september 2006

Aðsókn að Náttúrufræðistofunni það sem af er árinu hefur verið mjög góð og samkvæmt bráðabirgðatölum eru nú þegar skráðar 5800 gestakomur. Heildarfjöldi gesta er hins vegar áætlaður rúmlega 8000 og skýrist þessi munur af því að ekki eru allar gestakomur skráðar.

Vegna þess að safnið hefur mjög langan opnunartíma og ekki er selt inn, er heildartalning gesta nokkrum vandkvæðum bundin. Skráðir gestir eru aðeins þeir sem panta tíma eða leiðsögn, s.s. skólahópar, auk gesta sem sækja safnið heim milli kl. 17-20, en þá er sérstök safnavakt eftir að hefðbundnum vinnudegi líkur. Einnig eru gestakomur um helgar skráðar.

Samkvæmt reynslu undanfarinna ára eru skráðar heimsóknir um 2/3 af heildarfjöldanum. Því er ljóst að heildarfjöldi gesta er kominn yfir 8000 á árinu sem er um 1000 fleiri gestir en á sama tíma í fyrra, en það ár var metaðsókn á safnið!