Rannsóknir á Rauðavatni - Ný skýrsla!!!

06. nóvember 2006

Á síðasta ári fóru fram rannsóknir í Rauðavatni, þar sem sem ýmsar lífríkisathuganir voru gerðar samhliða athugunum á efna og eðlisþáttum. Náttúrufræðistofan annaðist verkið sem unnið var fyrir Umhverfissvið Reykjavíkurborgar.

Ýmislegt forvitnilegt kom á daginn í rannsókninni, en upp úr stendur að mikil gróska er í lífríki vatnsins, þrátt fyrir að mikil árstíðabundin vatnssveifla geri strandsvæði vatnsins afskaplega erfitt sem búsvæði fyrir fjörudýr. Styrkur ýmissa efna mældist nokkuð hár í vatninu og má væntanlega rekja það til nálægðar við eins mestu umferðaræð landsins, Suðurlandsveg.

Meðal þess sem sérstaklega var kannað var magn, fæða og ástand hornsíla í vatninu. Við úrvinnslu vakti nokkra athygli að snýkjudýrasýking var mjög breytileg eftir stöðvum í vatninu og bendir það e.t.v. til að sílin séu mjög staðbundin.

Hér má nálgast kýrsluna í heild sinni á pdf formi (1,2 MB).