Nýtt ár byrjar með halastjörnustæl

10. janúar 2007

mynd76.jpgmynd75.jpgSíðustu daga hefur mátt sjá halastjörnu á himninum.

Halastjarna þessi mun bera nafnið McNaught en eftir föstudaginn 12. janúar verður hún horfin af himni á norðurhveli jarðar þ.e. hún kemur ekki upp fyrir sjóndeildarhring meðan dimmt er. Aftur á móti mun hún sjást á suðurhveli enn um sinn. Náttúrufræðistofunni áskotnaðist nokkrar myndir af þessu fyrirbæri og viljum við leyfa lesendum síðunnar að njóta þeirra. Myndasmiðurinn heitir Finnur Malmquist og eru honum færðar bestu þakkir fyrir afnotin.