Stór biti - og öðrum fiski færra!

05. febrúar 2007

mynd79.jpgÞað er óhætt að segja að neðangreind uppákoma í bleikjubúrinu hafi vakið athygli þegar menn komu til vinnu á mánudagsmorguninn. Önnur sílableikjan hafði sem sagt ákveðið að fá sé smá snarl og í því hlutverki var ein af þremur murtum, sem fram til þessa hafa deilt búrinu með sílableikjunum í sátt og samlyndi.

mynd80.jpgÍ sínum nátturulegu heimkynnum í Þingvallavatni eru sílableikjurnar nálægt toppi fæðupíramítans og þurfa helst að óttast hinn stórvaxna Þingvallaurriða. Ljóst má vera af þessum myndum, að þrátt fyrir að hafa verið í búri í hálft ár, hefur þessi bleikja engu tapað af eðli sínu né sjálfstrausti. Ljóst var, þegar að var komið að murtan var dauð og var þvi beðið átekta til að sjá hverjar lyktir málsins yrðu. Bitinn reyndist hins vegar of stór og gafst sílableikjan loks upp á að koma murtunni niður.

Fram til þessa hefur sambúðin í búrinu gengið vel. Leikur því grunur á að murtan hafi af einhverjum ástæðum drepist í búrinu og sílableikjan hafi í kjölfarið ákveðið að lífga aðeins upp á annars einhæft mataræði, en engin vitni voru að upphafi málsins.