Náttúrufræðistofa Kópavogs tekur þátt í Fræðaþingi

15. mars 2007

Fræðaþing Landbúnaðarins verður haldið í fjórða sinn dagana 15. og 16. febrúar í sal Íslenskrar erfðagreiningar og á Hótel Sögu. Náttúrufræðistofa Kópavogs er nú þátttakandi á þinginu í fyrsta sinn

Dagskrá þingsins er fjölbreytt og spannar flest það sem tengist landbúnaði í víðasta skilningi. Umfjöllunarefni Náttúrufræðistofu Kópavogs snýr að rannsóknum á vatnalífríki á Mýrum í kjölfar hinna miklu sinuelda sem þar brunnu s.l. Vor. Í kjölfar eldanna var hrundið af stað stóru rannsóknarverkefni þar sem meta á afleiðingar eldanna á gróður og dýralíf á svæðinu og munu rannsóknaraðilar gera grein fyrir fyrstu niðurstöðum þessara rannsókna á þinginu í sérstakri málstofu.