Málþing um vötn á höfuðborgarsvæðinu

23. mars 2007

Föstudaginn 30. mars 2007 standa Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðilar að málþingi í Bíósal, Hótel Loftleiðum, sem ber heitið Vötn og vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu – ástand og horfur. Málþingið er öllum opið en hentar einkum einstaklingum og aðilum sem vinna við stjórnsýslu, skipulags- og umhverfismál, fræðslu og framkvæmdir.

Á málþinginu verður fjallað á heildstæðan hátt um ástand vatna og vatnasviða á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til náttúru og nýtingar. Meginmarkmið er að veita yfirlit yfir stöðu þekkingar á helstu sviðum sem snerta vatnaauðlindina, einkum í því skyni að tryggja gæði auðlindarinnar til framtíðar.

Í ljósi vaxandi byggðaþéttingar og aukins álags er brýnt að ræða stöðu mála og horfur varðandi þessa mikilvægu auðlind.

Málþingið er öllum opið en hentar einkum einstaklingum og aðilum sem vinna við stjórnsýslu, skipulags- og umhverfismál, fræðslu og framkvæmdir.

Aðstandur málþingsins eru:
Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Garðabær, Álftanes, Seltjarnarnesbær, Kjósarhreppur.

Veiðimálastofnun, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Líffræðistofnun Háskólans, Jarðvísindastofnun Háskólans.

Dagskrána í heild má nálgast í meðfylgjandi PDF skjali.

Erindi fyrirlesara má nálgast í meðfylgjandi PDF skjali.