Skráning hafin á sumarnámskeið

27. apríl 2007

Nú er hafin skráning á hið árlega sumarnámskeið Náttúrufræðistofunnar í náttúrufræðum. Í júní verður boðið upp á tvö vikunámskeið fyrir krakka sem fædd eru á árunum 1994– 1996.

Í júní verður boðið upp á tvö vikunámskeið í náttúrufræðum fyrir krakka sem fædd eru á árunum 1994– 1996.

Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu í náttúrufræðum og veita þátttakendum innsýn í vísindaleg vinnubrögð. Farið verður í vettvangsferðir og m.a. rannsakað vatna- og fjörulífríki í Kópavogi og nágrenni. Á rannsóknastofu verða sýni mæld og skoðuð í smásjá og haldnar vinnubækur.
1. Námskeið: 11. – 15. júní.
2. Námskeið: 18. – 22. júní.

Námskeiðið stendur yfir milli kl. 10 – 15 hvern dag og mæta þátttakendur með nesti, stígvél og hlífðarföt. Leiðbeinendur verða starfsmenn á Náttúrufræðistofunni.

Innritun fer fram á Náttúrufræðistofu Kópavogs milli kl. 10 og 16 fram til 9. júní. Námskeiðsgjald er 7.000 kr. og greiðist við innritun. Veittur er 4.000 kr. systkinaafsláttur.

Athugið! Fjöldi þátttakenda takmarkast við 12 krakka á hvoru námskeiði.