Monstrus giganticus var. horribilis???

05. maí 2007

mynd125.jpgJá, hvað í ósköpunum getur þetta nú verið. Í ljósi nýjustu frétta um heilaétandi slímdýr og spánarsnigla sem éta allt sem á vegi þeirra verður, datt okkur í hug að birta mynd af. ...ljósfærum lúsífershrygnu :-)Um er að ræða ummyndaðan bakugga sem stendur upp úr höfði fiskins. Á endum greinanna og efst á kúlunni má greina hvíta bletti, en það eru sjálf ljósfærin. Myndirnar voru teknar af eintaki sem barst Náttúrufræðistofunni fyrir nokkru.

mynd122.jpg
Eins og myndin ber með sér þá er bygging þessa líffæris flókin og hlýtur að vekja athygli og aðdáun flestra. Hið sama verður kannski ekki sagt um útlit fisksins að öðru leiti!!! Fiskurinn er vel tenntur og raunar hafa verið taldar allt að 500 tennur í lúsíferskjafti.

mynd123.jpg

Og vangasvipurinn...

mynd124.jpg


Frekari umfjöllun um lúsífera, sædjöfla og skilda fiska er að finna á fiskahluta heimasíðu okkar.

Einnig er að finna grein um þetta efni í Náttúrufræðingnum (Bls: 167-176 3 hefti 64. árg 1995) eftir Hilmar J. Malmquist, sem ber heitið:
Kjaftagelgjur: um lúsifer og aðra furðufiska