Landsmót UMFÍ í Safnahúsinu!

06. júlí 2007

Dagana 5. – 8. júlí næstkomandi verður 25. landsmót UMFÍ haldið í Kópavogi. Að venju er dagskráin fjölbreytt og gætir ýmissra grasa í keppnisgreinum, jafnt í hefðbundnum íþróttum sem óhefðbundnum. Keppni í jurtagreiningu og stafsetningu telst vafalaust til fremur óhefðbundinnar íþróttaiðkunar, en í báðum þessum göfugu íþróttagreinum verður keppt föstudaginn 6. júlí í húsakynnum Náttúrufræðistofunnar og Bókasafnsins að Hamraborg 6a 

Dagana 5. – 8. júlí næstkomandi verður 25. landsmót UMFÍ haldið í Kópavogi. Að venju er dagskráin fjölbreytt og gætir ýmissra grasa í keppnisgreinum, jafnt í heðbundnum íþróttum sem óhefðbundnum. Keppni í jurtagreiningu og stafsetningu telst vafalaust til fremur óhefðbundinnar íþróttaiðkunar, en í báðum þessum göfugu íþróttagreinum verður keppt föstudaginn 6. júlí í húsakynnum Náttúrufræðistofunnar og Bókasafnsins að Hamraborg 6a

Keppni í stafsetningu fer fram í Kórnum, fundarsal safnahússins, og hefst kl. 17:00. Keppni í jurtagreiningu fer fram utan við Náttúrufræðistofuna og hefst kl. 17:00. Keppni í jurtagreiningu fer þannig fram að keppendur eiga að greina 40 tegundir af lifandi, íslenskum plöntum á eins skömmum tíma og þeir geta. Alls eru þekktar um 400 villtar háplöntutegundir á Ísland og eru þær margar hverjar æði líkar í útliti. Vandinn er því ærinn, en keppendum er þó hjálpað lítillega þar eð þeir hafa fengið í hendur skrá með aðeins 130 plöntutegundum sem koma til greina í sjálfri kepninni!

Við hvetjum unnendur göfugra íþrótta að heimsækja safnahúsið og fylgjast með jurtagreiningunni og stafsetningarkeppninni. Þá er ekki síður ástæða til að hvetja fólk til þess að fylgjast með íþróttaviðburðum á borð við pönnukökubakstri, dráttarvélaakstri, borðlagningu og gróðursetningu.